Setjið pottinn strax í heitt vatn til að massinn náist sem auðveldast af, þá er hann tilbúinn fyrir næstu uppskrift.
Setjið efnin sem nota á í uppskriftina í massann í þeirri röð sem þau koma fyrir í uppskriftinni. Rauði liturinn getur brunnið, því er gott að bíða með að setja hann í massann c.a. eina mínútu eftir að honum hefur verið hellt á dúkinn.
Vinnið kantana með spöðunum inn að miðju, þannig kælist massinn eins. Þegar allt hefur blandast vel við massann er tími til að klippa brjóstsykurinn.
Hægt er að skipta massanum strax í 3-4 parta, móta pylsur og klippa í hæfilega stóra bita með skærum.
Einnig getur verið gott að fletja massann út á smjörpappír og setja hann inn í bakarofn í c.a. 5 mínútur. Skera hann í ræmur með hnífi, smurðum matarolíu, og klippa þær í hæfilega stóra mola. Ef einn einstaklingur er að gera brjóstsykurinn er betra að geyma massann í bakarofni á meðan verið er að klippa.
Gætið að, molarnir mega ekki snertast á meðan þeir eru heitir, þeir festast saman.
Ef þið viljið hafa molana þríhyrnda, er snúið upp á pylsuna á milli þess sem moli er klipptur frá.
Þegar brjóstsykurinn er orðinn kaldur er hann settur í poka eða plastkrukku og lokað strax. Súrefni gerir brjóstsykurinn klístraðan.
getur kristallast, hann orðið harður og molnað. Orsökin getur verið þessi:
Of mikill raki í herberginu, loftið út
Of mikil olía á dúknum
Smá bitar af brjóstsykri eru í heita massanum, áhöld og pottur ekki nógu vel þrifið á milli uppskrifta.
Of lágt hitastig við suðuna á massanum