top of page
One candy heart shape on yellow background.jpg

Brjóstsykursgerð er skemmtilegt áhugamál þar sem börn og fullorðnir geta unnið saman að því að skapa ljúffengar minningar. Brjóstsykursmassinn er mjög heitur og því er ákjósanlegt að börn séu með fullorðnum við að vinna molana.

Góða skemmtun!


Helstu áhöld:
Bökunardúkur (Má nota bökunarplötu)
Sykur hitamælir
Spaðar
Skæri

Grunnuppskrift og ráðleggingar

Grunn uppskrift
Gerir c.a. 500 gr. af brjóstsykri

4 dl. sykur
1 ½ dl. þrúgusykur
1 dl. vatn
Þegar þið eruð orðin vön brjóstsykursgerð getið þið skipt þrúgusykrinum út og notað glúkósa.  Molarnir geymast betur og verða tærari en klippa þarf massann mun heitari því hann er fljótari að harðna.

Aðferð við brjóstsykursgerð
Leggið dúkinn á handklæði.
Smyrjið dúkinn, spaðana og skærin með matarolíu.
Hafið glas með heitu vatni tilbúið við hlið eldavélarinnar.
Hafið bökunarpappír tilbúinn til að klippa brjóstsykurinn á.
Hafið öll efni sem á að nota tilbúin áður en byrjað er.
Hitið bakarofn í 70°C  - ekki nauðsyn að nota ofn en getur verið þægilegt.
Setjið eina grunnuppskrift í pott,  ekki álpott.
Hrærið efnunum saman,  ekki þarf að hræra í blöndunni á meðan hún sýður.
Setjið pottinn á mátulega hellu, á mesta hita. Ekki lækka hitann meðan blandan sýður upp í réttan hita. 
Mælið efnin sem eiga að fara í uppskriftina á meðan massinn sýður. 1 tappi af bragðefni frá Slikkeri gerir ca. 1 ml.
Setjið hitamælinn í glas með heitu vatni á milli þess sem hann er notaður til að mæla hitann í massanum, ef mælirinn er settur á borð festist hann við borðið og getur brotnað ef reynt er að taka hann upp.
Slökkvið á hellunni þegar massinn er kominn í 158° C hita
Hafið pottinn áfram á hellunni þar til massinn nær 165° C
Bíðið þar til massinn hættir að krauma, hellið honum þá á dúkinn.

Setjið pottinn strax í heitt vatn til að massinn náist sem auðveldast af, þá er hann tilbúinn fyrir næstu uppskrift.
Setjið efnin sem nota á í uppskriftina í massann í þeirri röð sem þau koma fyrir í uppskriftinni. Rauði liturinn getur brunnið, því er gott að bíða með að setja hann í massann c.a. eina mínútu eftir að honum hefur verið hellt á dúkinn.
Vinnið kantana með spöðunum inn að miðju, þannig kælist massinn eins.  Þegar allt hefur blandast vel við massann er tími til að klippa brjóstsykurinn.
Hægt er að skipta massanum strax í 3-4 parta, móta pylsur og klippa í hæfilega stóra bita með skærum.
Einnig getur verið gott að fletja massann út á smjörpappír og setja hann inn í bakarofn í c.a. 5 mínútur. Skera hann í ræmur með hnífi, smurðum matarolíu, og klippa þær í hæfilega stóra mola.  Ef einn einstaklingur er að gera brjóstsykurinn er betra að geyma massann í bakarofni á meðan verið er að klippa.
Gætið að, molarnir mega ekki snertast á meðan þeir eru heitir, þeir festast saman.
Ef þið viljið hafa molana þríhyrnda, er snúið upp á pylsuna á milli þess sem moli er klipptur frá.
Þegar brjóstsykurinn er orðinn kaldur er hann settur í poka eða plastkrukku og lokað strax.  Súrefni gerir brjóstsykurinn klístraðan.
getur kristallast, hann orðið harður og molnað.  Orsökin getur verið þessi:        
Of mikill raki í herberginu,  loftið út
Of mikil olía á dúknum
Smá bitar af brjóstsykri eru í heita massanum, áhöld og pottur ekki nógu vel þrifið á milli uppskrifta.
Of lágt hitastig við suðuna á massanum

bottom of page