top of page
  • Hvað er í byrjendapakkanum og er það nóg til að geta byrjað ?
    Í byrjendapakkanum eru bæði áhöld og hráefni til að gera ca 1 kg af brjóstsykri. 4 bragðefni, 3 litarefni, aukaduft fyrir lakkrísmola og sítrónusýra til að gera ávaxtamolana svolítið ferska. Það eru motta og spaðar til að geta unnið sykurblönduna þegar búið er að hella henni á mottuna. Hitamælir svo öruggt sé að hitinn sé réttur og svo auðvitað pokar til að setja molana í þegar þeir hafa kólnað nóg. Það sem þarf að eiga heima er olía, skæri, hvítur strásykur, pottur. Bökunarpappír ef margir eru að klippa, þá er hægt að taka massann í nokkra hluta á mottunni og hver fær sinn hluta yfir á sinn bökunarpappír.
  • Brjóstsykurinn verður ekki nógu harður, hvað þarf að gera betur?
    Til að brjóstsykurinn harðni almennilega þegar hann kólnar þá þarf massinn að ná ekki minna en 163°c í pottinum áður en hann er kældur aftur. Ef massinn nær ekki nægum hita verður hann ekki að brjóstsykri þegar hann kólnar heldur eiginlega frekar að karamellu. Passa vel hitastigið og tékka líka reglulega hvort mælirinn sé að virka rétt og vel.
  • Hvað dugar einföld uppskrift fyrir marga?
    Einfalt svar er marga! Einföld uppskrift er 4,5 dl hvítur sykur og 1,5 dl af þrúgusykri og 1 dl af vatni. Sem verður ca. 500 gr. brjóstsykur. Það er jú breytilegt hversu mikið af brjóstsykri þarf til að sefa brjóstsykurshjartað en þegar verið er að gera t.d. í félagsmiðstöð er gott að gera tvöfalda uppskrift í einu, þá er hægt að skipta henni í ca 8-10 hluta (sem eru þá krakkarnir sem eru að gera í einu). Í heimahúsi er fínt að byrja á einfaldri uppskrift. Gera kannski tvöfalda ef þú ert að framleiða í gjafir. Passa að brjóstsykurinn er ansi fljótur að harðna þannig að það þarf að hafa snör handtök við að klippa áður en allt harðnar í einum klumpi. Hvert dropaglas af bragðefni er 30 ml. Ef þú ert að nota að meðaltali 3 ml af bragði eða lit þá dugar það í 10 uppskriftir. Þú ert að nota 1-3 tsk af sítrónusýru í uppskrift ef það er ávaxtauppskrift. Pokinn er 200 gr og dugar því í þónokkrar uppskriftir. Þú ert að nota 1-3 msk af lakkrísdufti í uppskrift ef það er lakkrísuppskrift. Pokinn er 200 gr og dugar því í þónokkrar uppskriftir.
  • Er þetta verslun og get ég komið og valið?
    Nei því miður, þetta er eingöngu netverslun eins og er. Endilega hringdu því við erum alltaf til í að aðstoða og spjalla um brjóstsykur . Við hjá Slikkeri.is getum hjálpað þér að velja það sem gæti hentað þér til að búa til brjóstsykur heima eða að heiman.
bottom of page