top of page
slikkeri.logo.innanh2.jpg

Félagsmiðstöðvaog frístundarheimili

Þegar pantað er fyrir frístund eða félagsmiðstöð þá þarf oft að senda reikninginn á sveitarfélagið þar sem það er staðsett. Það er ekkert mál! En pöntunin þarf samt að koma hérna í gegnum vefsíðuna svo hún fari rétta leið. 

Hér eru einfaldar leiðbeiningar í 9 skrefum til að skella inn pöntun. 

1. Setja vörurnar í körfuna eins og við á, án þess að skrá sig inn. 

2. Velja hvort vörurnar eiga að vera sendar með pósti eða panta heimkeyrslu.

Kíktu yfir körfuna hvort allt sé komið inn og í réttu magni. Neðst er hægt að skrifa skilaboð.

3. Velja Check out. 

4. Upplýsingarnar á svo að setja inn eins og eftirfarandi:

Netfang þess sem pantar og vill fá staðfestingu.

Nafn félagsmiðstöðvar og sveitarfélags sem fornafn.

Kennitala, deild, nr beiðni og/eða kostnaðarstaður sem eftirnafn.

Heimilisfang þangað sem vörurnar eiga að vera afhendar. 

Gsm sími þess sem pantar ef við þurfum að ná í viðkomandi.

Skilaboð til verslunar: t.d. um afhendingu, 

5. Staðfesta afhendingarmáta.

6. Velja offline payment.

7. Haka við billing address same as shipping. 

8. Haka við að þú hafir kíkt yfir skilmálana og samþykkir. 

9. Að sjálfssögðu skráning á póstlista! 

Og svo bara staðfesta pöntun.

Voila! Nú ætti að vera komið mail til þín til staðfestingar með pöntunarnúmeri.

Það mail er líka notað til að senda upplýsingar um sendingarnúmer og slíkt þegar við á.

Við sjáum svo um að senda rafrænan reikning til sveitarfélagsins með þeim upplýsingum sem gefnar hafa verið upp í pöntuninni. 

Ekki hika við að hringja í okkur ef einhverjar spurningar vakna. 

bottom of page